Innlent

Fíkniefnamál á Fiskideginum mikla

Fjölmenni var á Dalvík í gær. Fiskudagurinn mikli fór þar fram og lék veðrið við hátíðargesti. Fjögur fíkniefnamál komu upp í bænum í nótt og var maður tekinn með töluvert magn af alsælu og kókaíni.

Skemmtanahald fór að öðru leyti vel fram. Hlýtt var í veðri í nótt og skemmtu gestir sér fram eftir morgni. Ró hefur nú færst yfir svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×