Enski boltinn

Rooney fór upp fyrir Shearer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney skoraði tvö mörk í 5-0 sigrinum á San Marínó í undankeppni HM í gær en þetta var í fyrsta sinn sem hann var fyrirliði enska landsliðsins í keppnisleik. Rooney skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu en hann hefur nú skorað 31 mark í 77 landsleikjum með enska liðinu.

Rooney fór upp fyrir þá Nat Lofthouse, Sir Tom Finney og Alan Shearer með þessum tveimur mörkum og er nú kominn upp í 5. sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Englendinga frá upphafi. Alan Shearer skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum frá 1992 til 2000.

Wayne Rooney vantar nú níu mörk til að ná Michael Owen sem skoraði 40 mörk í 89 landsleikjum á sínum tíma. Bobby Charlton á enn metið, 49 mörk í 106 leikjum en Gary Lineker vantaði aðeins eitt mark til að jafna það. Jimmy Greaves er síðan í þriðja sætinu með 44 mörk.

Rooney fær tækifæri til að bæta við mörkum á þriðjudaginn þegar Englendingar mæta Pólverjum en það verður væntanlega mun meiri mótspyrna í þeim leik.

Flest mörk fyrir enska landsliðið:

1. Bobby Charlton (1958–70) 49 mörk (106 leikir) 0.4623 mörk í leik

2. Gary Lineker (1984–1992 48 (80) 0.6000

3. Jimmy Greaves (1959–1967 44 (57) 0.7719

4. Michael Owen (1998–2008 40 (89) 0.4494

5. Wayne Rooney (2003–spilandi) 31 (77) 0.4025

6. Tom Finney (1946–1958 30 (76) 0.3947

6. Nat Lofthouse (1950–1958 30 (33) 0.9091

6. Alan Shearer (1992–2000 30 (63) 0.4762

9. Vivian Woodward (1895–1907 28 (23) 1.2174




Fleiri fréttir

Sjá meira


×