Enski boltinn

Aron Einar og Heiðar spiluðu í sigri Cardiff á Leeds

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cardiff vippaði sér upp í 5. sæti Championship-deildarinnar með 2-1 sigri á Leeds í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu heimamenn í Cardiff tvö mörk á fjórum mínútum. Fyrst skoraði Craig Bellamy en síðara markið skoraði Peter Whittingham úr vítaspyrnu. Rodolph Austin minnkaði muninn fyrir gestina sem máttu sætta sig annað tap sitt á leiktíðinni.

Heiðar Helguson var í byrjunarliði Cardiff og Aron Einar Gunnarsson kom inná sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×