Enski boltinn

Ferdinand tók hvorki í hönd Terry né Cole

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Anton Ferdinand, miðvörður QPR, tók hvorki í hönd John Terry né Ashley Cole, leikmanna Chelsea, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ferdinand hafði gefið það út að hann myndi ekki taka í hönd leikmannanna en um fátt annað hefur verið rætt í knattspyrnuheiminum í vikunni. Hann gekk rakleiðis framhjá Terry og Cole en tók hressilega í hönd annarra leikmanna Chelsea.

Terry var sem frægt er orðið sakaður um kynþáttaníð í garð Ferdinand í viðureign liðanna síðastliðið haust. Terry var sýknaður í enska réttarkerfinu en enska knattspyrnusambandið mun einnig taka málið fyrir síðar í mánuðinum.

Leikur QPR og Chelsea stendur nú yfir og er í beinni útsendingu á Sport 4. Einnig er hægt að fylgjast með honum sem öðrum leikjum í Miðstöð boltavaktarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×