Enski boltinn

Berbatov með tvö fyrir Fulham | Fyrsti sigur Villa gegn Swansea

Nordicphotos/Getty
Dimitar Berbatov opnaði markareikning sinn fyrir Fulham þegar liðið vann 3-0 sigur á WBA á Craven Cottage. Aston Villa vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Swansea kom í heimsókn.

Búlgarinn kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftímaleik með fallegu skoti sem Ben Foster í marki gestanna réð ekki við. Skömmu síðar var Peter Odemwingie vikið af velli fyrir að sparka til andstæðings og staða gestanna slæm.

Berbatov skoraði annað mark sitt úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Steve Sidwell tryggði Fulham sinn annan sigur á leiktíðinni með marki undir lokin. Liðið hefur sex stig, hefur unnið báða heimaleiki sína en að sama skapi tapað báðum útileikjunum.

West Brom tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Steve Clarke. Liðið hefur sjö stig í efri hluta deildarinnar.

Aston Villa vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni er liðið lagði Swansea að velli á Villa Park. Matthew Lowton kom Villa yfir eftir stundarfjórðung með skoti utan teig. Christian Benteke tryggði Villa sigurinn með marki undir lokin í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Villa hefur fjögur stig eftir fjóra leiki en Swansea, sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu, hefur sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×