Enski boltinn

Sturridge á bekknum hjá Chelsea | Essien ekki í hóp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Daniel Sturridge er í leikmannahópi Chelsea sem mætir Atletico Madrid í árlegum leik um Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA.

Leikurinn fer fram í Monaco og vekur athygli að Sturridge, sem hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í dag, skuli vera á bekknum hjá Chelsea.

Michael Essien, hins vegar, er ekki í hópnum en orðrómur hefur verið á kreiki um að hann kunni að vera lánaður til Arsenal. Það hefur þó ekki fengist staðfest, enn sem komið er.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fernando Torres er í byrjunarliði Chelsea og er þetta í fyrsta sinn sem hann mætir sínu gamla félagi, Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×