Barist hart um olíu og landamæri 25. apríl 2012 02:00 Brunnin olíuvinnslustöð Súdanar skoða skemmdir í landamærabænum Hegling, þar sem helsta miðstöð olíuvinnslu landsins er.nordicphotos/AFP „Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan," sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína. Formleg stríðsyfirlýsing hafði ekki verið gefin út, en Kiir sagði sprengjuárásir súdanska hersins undanfarna daga jafnast á við slíka yfirlýsingu. Á mánudag gerðu Súdanar sprengjuárásir á markaðstorg og olíuvinnslusvæði í Suður-Súdan. Sprengjuárásir héldu síðan áfram í fyrrinótt. Súdanar segja þessar loftárásir gerðar vegna þess að suður-súdanski herinn hafði farið yfir landamærin með skriðdreka og fjölmennt lið hermanna. Íbúar í Suður-Súdan lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á síðasta ári en eiga í deilum við nágranna sína í norðrinu um olíuauðlindir og landamæri. Eitt stærsta deilumálið snýst um afnot Suður-Súdana af olíuleiðslum í gegnum Súdan. Í síðasta mánuði slitnaði upp úr samningaviðræðum eftir að átök hófust á landamærunum. Suður-Súdanar réðust þá inn í landamærabæinn Hegling, sem þeir gera tilkall til. Suður-Súdanar hafa nú dregið allt herlið sitt burt frá Hegling, að eigin sögn vegna alþjóðlegs þrýstings. Súdanski herinn segist hins vegar hafa hrakið suður-súdanska herinn frá Hegling. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur sagt að árásum á Suður-Súdan verði haldið áfram þangað til allt suður-súdanskt herlið er farið frá Súdan. Á föstudaginn var Bashir harðorður, kallaði Frelsisher Suður-Súdans „eitruð skorkvikindi" og sagði ekki koma til greina að semja. Hann muni aldrei leyfa Suður-Súdönum að flytja olíu í gegnum Súdan, „jafnvel ekki þótt þeir gefi okkur helminginn af afrakstrinum". Kiir, forseti Suður-Súdans, sagðist hafa farið til Kína þrátt fyrir það hve ástandið er viðkvæmt vegna þess að hann vill styrkja tengslin við Kínverja. Kínverjar hafa hins vegar reynt að tryggja góð tengsl við bæði Súdan og Suður-Súdan og hvetja ráðamenn ríkjanna til að komast að samkomulagi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
„Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan," sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína. Formleg stríðsyfirlýsing hafði ekki verið gefin út, en Kiir sagði sprengjuárásir súdanska hersins undanfarna daga jafnast á við slíka yfirlýsingu. Á mánudag gerðu Súdanar sprengjuárásir á markaðstorg og olíuvinnslusvæði í Suður-Súdan. Sprengjuárásir héldu síðan áfram í fyrrinótt. Súdanar segja þessar loftárásir gerðar vegna þess að suður-súdanski herinn hafði farið yfir landamærin með skriðdreka og fjölmennt lið hermanna. Íbúar í Suður-Súdan lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á síðasta ári en eiga í deilum við nágranna sína í norðrinu um olíuauðlindir og landamæri. Eitt stærsta deilumálið snýst um afnot Suður-Súdana af olíuleiðslum í gegnum Súdan. Í síðasta mánuði slitnaði upp úr samningaviðræðum eftir að átök hófust á landamærunum. Suður-Súdanar réðust þá inn í landamærabæinn Hegling, sem þeir gera tilkall til. Suður-Súdanar hafa nú dregið allt herlið sitt burt frá Hegling, að eigin sögn vegna alþjóðlegs þrýstings. Súdanski herinn segist hins vegar hafa hrakið suður-súdanska herinn frá Hegling. Omar al-Bashir, forseti Súdans, hefur sagt að árásum á Suður-Súdan verði haldið áfram þangað til allt suður-súdanskt herlið er farið frá Súdan. Á föstudaginn var Bashir harðorður, kallaði Frelsisher Suður-Súdans „eitruð skorkvikindi" og sagði ekki koma til greina að semja. Hann muni aldrei leyfa Suður-Súdönum að flytja olíu í gegnum Súdan, „jafnvel ekki þótt þeir gefi okkur helminginn af afrakstrinum". Kiir, forseti Suður-Súdans, sagðist hafa farið til Kína þrátt fyrir það hve ástandið er viðkvæmt vegna þess að hann vill styrkja tengslin við Kínverja. Kínverjar hafa hins vegar reynt að tryggja góð tengsl við bæði Súdan og Suður-Súdan og hvetja ráðamenn ríkjanna til að komast að samkomulagi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira