Vilja vopnaða verði í hvern einasta skóla gudsteinn@frettabladid.is skrifar 22. desember 2012 00:30 Vopnin skoðuð Í Bandaríkjunum er byssueign almennings útbreiddari en í flestum löndum heims. nordicphotos/AFP „Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu," segir Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Landssamtaka bandarískra byssueigenda (NRA). Hann skorar á Bandaríkjaþing að útvega án tafar fé til þess að hægt verði að ráða vopnaða verði í hvern einasta skóla í Bandaríkjunum. Þetta vonast hann til að verði orðið að veruleika strax eftir áramótin, þegar börnin koma aftur í skólana eftir jólafríið. „Er einhver sem efast um að næsti Adam Lanza sé nú þegar byrjaður að undirbúa árás á næsta skóla?" spyr LaPierre, og segir að vopnaðir verðir séu við flugvelli, banka, skrifstofubyggingar, dómhús og jafnvel íþróttavelli. „En þegar kemur að því mikilvægasta, sem er að verja börnin okkar, þá leggja stjórnmálamenn og fjölmiðlar áherslu á að skólarnir séu byssulausir, og segja þar með öllum brjáluðum morðingjum í Bandaríkjunum að öruggasti staðurinn til að valda sem mestum óskunda og tjóni séu skólarnir okkar." Þetta eru viðbrögð samtakanna við fjöldamorðunum, sem hinn tvítugi Adam Lanza framdi í barnaskóla í Newtown á föstudag í síðustu viku. Þar myrti hann tuttugu börn ásamt kennurum, skólastjóra og sálfræðingi skólans. Morðin hafa vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum og sterkari kröfur en oft áður um að snúið verði af þeirri braut, að sem flestir geti verið með skotvopn heima hjá sér. Barack Obama forseti sagðist í gær taka mikið mark á þeim kröfum. Hann ítrekaði að hann væri staðráðinn í að gera allt sem í sínu valdi stæði til að „vernda börnin okkar" með því að herða reglur um skotvopnaeign. Hann hvatti jafnframt almenning í Bandaríkjunum til að láta í sér heyra: „Ef okkur á að takast þetta, þá þurfa mæður og feður, synir og dætur, lögregluþjónar og ábyrgir byssueigendur að leggja sig fram, bindast samtökum, láta í sér heyra, hringja í þingmenn sína eins oft og til þarf, standa upp og segja fyrir hönd barnanna okkar: Nú er nóg komið." Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
„Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu," segir Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Landssamtaka bandarískra byssueigenda (NRA). Hann skorar á Bandaríkjaþing að útvega án tafar fé til þess að hægt verði að ráða vopnaða verði í hvern einasta skóla í Bandaríkjunum. Þetta vonast hann til að verði orðið að veruleika strax eftir áramótin, þegar börnin koma aftur í skólana eftir jólafríið. „Er einhver sem efast um að næsti Adam Lanza sé nú þegar byrjaður að undirbúa árás á næsta skóla?" spyr LaPierre, og segir að vopnaðir verðir séu við flugvelli, banka, skrifstofubyggingar, dómhús og jafnvel íþróttavelli. „En þegar kemur að því mikilvægasta, sem er að verja börnin okkar, þá leggja stjórnmálamenn og fjölmiðlar áherslu á að skólarnir séu byssulausir, og segja þar með öllum brjáluðum morðingjum í Bandaríkjunum að öruggasti staðurinn til að valda sem mestum óskunda og tjóni séu skólarnir okkar." Þetta eru viðbrögð samtakanna við fjöldamorðunum, sem hinn tvítugi Adam Lanza framdi í barnaskóla í Newtown á föstudag í síðustu viku. Þar myrti hann tuttugu börn ásamt kennurum, skólastjóra og sálfræðingi skólans. Morðin hafa vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum og sterkari kröfur en oft áður um að snúið verði af þeirri braut, að sem flestir geti verið með skotvopn heima hjá sér. Barack Obama forseti sagðist í gær taka mikið mark á þeim kröfum. Hann ítrekaði að hann væri staðráðinn í að gera allt sem í sínu valdi stæði til að „vernda börnin okkar" með því að herða reglur um skotvopnaeign. Hann hvatti jafnframt almenning í Bandaríkjunum til að láta í sér heyra: „Ef okkur á að takast þetta, þá þurfa mæður og feður, synir og dætur, lögregluþjónar og ábyrgir byssueigendur að leggja sig fram, bindast samtökum, láta í sér heyra, hringja í þingmenn sína eins oft og til þarf, standa upp og segja fyrir hönd barnanna okkar: Nú er nóg komið."
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira