Fótbolti

Serbar setja leikmenn og þjálfara í bann

Frá látunum sem urðu eftir leik.
Frá látunum sem urðu eftir leik.
Serbar hafa ákveðið að taka fast á látunum sem urðu eftir leik U-21 árs liða Serba og Englendinga. Tveir leikmanna liðsins hafa verið dæmdir í eins árs bann frá landsliðinu.

Markvarða- og styrktarþjálfari liðsins voru aftur á móti settir í tveggja ára bann.

Svartir leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir barðinu á kynþáttafordómum úr stúkunni og fór það mjög illa í Englendingana.

Á myndbandsupptökum mátti greinilega heyra kynþáttaníðið úr stúkunni en þrátt fyrir það hafnaði serbneska knattspyrnusambandið því að nokkuð slíkt hefði átt sér stað.

Serbarnir ákváðu þó að hefja eigin rannsókn á málinu og stendur hún enn.

UEFA mun taka málið fyrir eftir tæpan mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×