Erlent

Útdauð eðla skírð í höfuðið á Barack Obama

Löngu útdauð eðla hefur verið skírð í höfuðið á Barack Obama Bandaríkjaforseta. Eðlan hefur hlotið nafnið Obamadon gracilis en hún lifði á sama tíma og risaeðlurnar og dó út ásamt þeim fyrir um 65 milljónum ára síðan.

Obamadon var smávaxin eðla eða um fet að lengd. Það voru vísindamenn við Yale háskólann sem gáfu eðlunni nafn og segja að pólitík hafi hvergi komið nærri nafngjöfinni. Nafn eðlunnar er sett saman úr latnesku orðunum yfir tennur og grannvaxin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×