Erlent

Gervitungl Norður-Kóreu stjórnlaust

Frá eldflaugaskotinu í dag.
Frá eldflaugaskotinu í dag. MYND/AP
Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir hefur Norður-Kóreumönnum loks tekist að koma gervitungli á sporbraut um jörðu. Geimskotið átti sér stað í dag.

Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna hefur fordæmt eldflaugaskotið en nokkur ríki hafa lýst yfir áhyggjum af því að eldflaugatilraunir Norður-Kóreu séu liður í kjarnorkuáætlun landsins.

Sem fyrr þvertaka yfirvöld í Norður-Kóreu fyrir það og ítreka að tilgangur eldflaugaskotsins hafi verið að koma veðurtungli á sporbraut um jörðu.

Sama hver raunverulegur tilgangur geimskotsins er þá er ljóst að tilraun Norður-Kóreu hefur misheppnast. Þrátt fyrir að gervitunglið svífi nú hátt yfir jörðu virðist svo vera að vísindamenn í Norður-Kóreu hafi enga stjórn á farinu.

Samkvæmt mælingum bandarísku loftvarnastofnunarinnar, NORAD, er gervitunglið stjórnlaust. Þetta eru hreint ekki góðar fréttir þar sem fjölmörg gervitungl eru á sporbraut um jörðu.

Árekstrar gervitungla eru sjaldgæfir en hafa þó átt sér stað. Slíkar hamfarir áttu sér stað árið 2009 þegar tæplega 600 kílóa gervitungl sem var hluti af Iridium-fjarskiptakerfinu skall á rússnesku gervitunglu sem vó rúmlega eitt tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×