Bayern München hélt markaveislu sinni áfram í dag þegar liðið vann 6-0 stórsigur á útivelli á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern hafði skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum á undan, á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni (7-1) og í seinni leiknum á móti Basel (7-0) í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Hollendingurinn Arjen Robben skoraði þrennu í leiknum á Ólympíuvanginum í Berlín í dag en hin mörkin skoruðu þeir Thomas Müller, Mario Gomez og Toni Kroos. Franck Ribery lagði upp þrjú marka Bayern og Thomas Müller tvö. Þrjú markanna, tvö frá Robben og mark Gomez, komu úr vítum.
Shinji Kagawa tryggði Borussia Dortmund 1-0 heimasigur á Werder Bremen og Bayern er því ennþá fimm stigum á eftir toppliði Dortmund.
Bayern skoraði "bara" sex mörk í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

