Erlent

John Kerry næsti utanríkisráðherra

John Kerry
John Kerry Mynd/AFP
Barack Obama bandaríkjaforseti er búinn að taka þá ákvörðun að gera John Kerry öldungardeildarþingmann að næsta utanríkisráðherra landsins. Þetta fullyrðir ABC fréttastofan.

Vegna atburðaanna í kjölfar skotárásarinnar á föstudag er Obama sagður ætla að bíða með að tilkynna þessa ákvörðun sína. Kerry mun þá taka við af Hillary Clinton sem sögð er ætla að hætta á næstu tveimur vikum en hún er að ná sér af veikindum. John Kerry er hvað þekktastur fyrir að hafa boðið sig gegn George W. Bush í forsetakosningunum árið 2004, en hann tapaði þeim kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×