Enski boltinn

Chelsea mistókst að ná aftur toppsætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea náði ekki að endurheimta toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið náði bara 1-1 jafntefli á móti Swansea í Wales. Manchester United komst upp í efsta sætið með sigri á Arsenal fyrr í dag.

Victor Moses kom Chelsea í 1-0 á 61. mínútu með skalla af stuttu færi en hann skallaði þá áfram skalla Gary Cahill eftir hornspyrnu frá Oscar.

Pressa Swansea-liðsins jókst þegar á leið leikinn og Pablo Hernández náði að jafna metin með skoti úr teignum á 88. mínútu eftir að varnarmönnum Chelsea tókst ekki að koma boltanum frá.

Chelsea hefur þar með tapað fimm stigum í síðustu tveimur leikjum sínum eftir að hafa náð í 22 af 24 stigum í boði í fyrstu átta leikjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×