Enski boltinn

Manchester City tapaði stigum á Upton Park

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Manchester City tókst ekki að komast upp að hlið nágrönnum sínum í Manchester United í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti West Ham á Upton Park í kvöld.

West Ham sýndi hetjulega baráttu á móti ensku meisturunum í kvöld og skoruðu reyndar mark á 4. mínútu sem var dæmt ranglega af. Kevin Nolan skoraði þá en var dæmdur rangstæður en endursýningar sýndu að aðstoðardómarinn hafði ekki rétt fyrir sér.

Manchester City liðið var meira með boltann í leiknum og fékk fleiri færi en tókst ekki að brjótast í gegnum varnarmúr nýliðanna. City var búið að vinna nokkra nauma sigra að undanförnu en sigurmarkið datt ekki inn í þessum leik.

Manchester City er nú í 3. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester United og einu stigi á eftir Chelsea sem í 2. sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×