Enski boltinn

Fékk treyjuna hans Van Persie í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie og Andre Santos.
Robin van Persie og Andre Santos. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robin van Persie var í sviðsljósinu í dag þegar Manchester United vann 2-1 sigur á hans gömlu félögum í Arsenal í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Van Persie skoraði fyrra mark United í upphafi leiks en það sem gerðist á leið leikmanna liðanna til búningsklefa í hálfleik vakti ekki síður athygli.

Andre Santos, vinstri bakvörður Arsenal, bað þá Robin van Persie um treyjuna hans á leiðinni inn í hálfleik og Hollendingurinn lét Brasilíumanninn fá hana. Santos átti ekki góðan leik og leikmenn United fóru ítrekað í gegnum hann.

Santos getur búist við harðri gagnrýni frá stuðningsmönnum Arsenal sem og blaðamönnum í kjölfar þess að sníkja treyjuna hans Van Persie í miðjum leik. Brasilíumaðurinn beið ekki einu sinni eftir því að þeir félagar komust inn í göngin og úr augsýn myndavélanna. Allur heimurinn fékk því að fylgjast með.

Andre Santos með treyjuna hans Van Persie á öxlinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×