Símtalið sem breytti fótboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Eric Cantona. Tuttugu ár eru liðin frá því Eric Cantona gekk óvænt til liðs við Manchester United frá þáverandi Englandsmeisturum Leeds. Líklega hafa engin félagaskipti haft jafn mikil áhrif á gengi eins liðs og í tilfelli Cantona og United, sem hafði þá ekki unnið tit Haustið 1992 höfðu stuðningsmenn Manchester United ekki fagnað Englandsmeistaratitlinum í 25 ár og útlit var fyrir að lengi yrði enn að bíða. Vorið á undan hafði liðið glutrað niður vænu forskoti á Leeds, sem fagnaði fyrir vikið óvæntum og kærkomnum meistaratitli. Markaskorun var helsta vandamál United, sem sat í áttunda sæti deildarinnar og var úr leik í báðum bikarkeppnunum þegar síminn hringdi á Old Trafford 25. nóvember 1992. Bill Fotherby, framkvæmdastjóri Leeds, var á línunni og vildi vita hvort Denis Irwin, bakvörður United, væri til sölu. Martin Edwards, stjórnarformaður United, ráðfærði sig við Alex Ferguson, stjóra liðsins, sem tók ekki í mál að selja írska varnarmanninn. Ferguson sat við hliðina á Edwards samkvæmt flestum útgáfum sögunnar. Skotinn ritaði nafn Cantona á blað og Edwards spurðist fyrir um stöðu Frakkans hjá Leeds. Sú fyrirspurn átti eftir að borga sig. Cantona hafði komið til Leeds tímabilið á undan og átt stóran þátt í frábæru gengi liðsins. Franski landsliðsmaðurinn, sem þekktur var fyrir ólæti og vandræðagang í takt við boltafimi sína, reyndist ekki í uppáhaldi hjá Howard Wilkinson, stjóra Leeds. Sólarhring eftir símtal Fotherby og Edwards var Cantona kynntur til leiks á Old Trafford. Í hönd fór sigursælasti kaflinn í sögu United, sem enn sér ekki fyrir endann á.Breytti hugsunarhætti leikmanna Á fimm tímabilum með Eric Cantona innanborðs unnu lærisveinar Alex Ferguson deildina fjórum sinnum og ensku bikarkeppnina í tvígang. Cantona gerði ekki aðeins knattspyrnuunnendur orðlausa með tilþrifum sínum heldur gerði hann samherja sína að betri leikmönnum. Þrátt fyrir titlaleysið hafði United haft mjög góða leikmenn innanborðs sem virtust ekki passa saman. Olían sem vantaði á vélina var Cantona. „Frammistaða hans í leikjum skipti ekki jafn miklu máli og hvernig hann opnaði augu mín fyrir mikilvægi þess að æfa vel," sagði Ferguson í ævisögu sinni. Að lokinni fyrstu æfingu hjá United bað Cantona Ferguson um tvo leikmenn, markvörð og boltapokann. Í hönd fór hálftíma viðbótaræfing þar sem Cantona skaut á markið eftir fyrirgjafir frá hægri og vinstri. Daginn eftir varð helmingur liðsins eftir og æfði aukalega. Hugsunarháttur leikmanna breyttist.Krakkarnir áttu föður Þegar Paul Ince, Mark Hughes og Andrei Kanchelskis yfirgáfu Old Trafford sumarið 1995 töldu margir að leiðin lægi niður á við hjá United. „Þú vinnur ekkert með krakka í liðinu," sagði sparkspekingurinn Alan Hansen um ungt lið United, sem steinlá 3-1 í fyrsta leik tímabilsins gegn Aston Villa. Í hönd fór eftirminnilegt kapphlaup United við Newcastle um meistaratitilinn. United vann upp tólf stiga forskot Newcastle og munaði miklu um fjóra 1-0 sigurleiki United á vormánuðum 1996. Cantona skoraði sigurmarkið í þeim öllum og einnig sigurmarkið í 1-0 sigri á Liverpool í úrslitum enska bikarsins. „Krakkarnir" hans Hansen áttu sér lærimeistara og ári síðar, þegar Cantona kvaddi Old Trafford eftir viðtöku fjórða Englandsmeistaratitilsins, voru krakkarnir orðnir að sigursælum mönnum.Tólf meistaratitlar og öðlun Tuttugu árum eftir komu Cantona á Old Trafford er Sir Alex Ferguson virtasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni og mögulega í öllum heiminum. Tólf Englandsmeistaratitlar á tuttugu árum gerðu United að sigursælasta liði í sögu enskrar knattspyrnu. Fram að komu Cantona var Ferguson valtur í sessi sökum titlaleysis. „Ef ég ætti að nefna einn leikmann í öllum heiminum sem var skapaður til þess að spila fyrir Manchester United þá væri það Cantona," sagði Ferguson um franska sóknarmanninn sem hann á mikið að þakka. „Hann mætti til leiks með brjóstkassann þaninn, lyfti höfði og horfði út í loftið líkt og hann spyrði: „Ég er Cantona. Hversu stór ert þú? Ert þú jafnoki minn?"Djörf ákvörðun Ýmsir töldu Ferguson gera mikil mistök með kaupunum á Cantona. Frakkinn þótti agalaus og gekk illa að festa sig í sessi hjá félagsliðum sínum. Hann virtist finna frið á Old Trafford þótt þar hafi hann einnig komið sér á forsíður dagblaðanna fyrir óviðunandi hegðun. Stendur keppnistímabilið 1994-1995 upp úr. Rauð spjöld í tveimur deildarleikjum í röð ásamt brottvísun í Evrópuleik gegn Galatasaray rifjuðu upp orðspor Cantona. Það var þó aðeins lognið á undan storminum. Í deildarleik gegn Crystal Palace í janúar 1995 réðst Cantona á stuðningsmann mótherjanna með kung fu-sparki. „Ég á margar góðar minningar en sú sem stendur upp úr er þegar ég sparkaði í fótboltabulluna," sagði Cantona eitt sinn spurður út í feril sinn. Cantona fór í átta mánaða keppnisbann og gegndi samfélagsþjónustu. Færa má rök fyrir því að fjarvera Frakkans hafi kostað United bæði Englandsmeistaratitilinn og enska bikarinn. Tímabilið var hið eina titillausa á meðan Cantona var í herbúðum Rauðu djöflanna. Hér fyrir neðan má sjá gengi Manchester United 37 leiki fyrir komu Cantona miðað við gengið í 37 leikjum eftir að Cantona fór að spila með liðinu. Flestir eru sammála um að bitleysi í sókninni hafi kostað liðið titilinn árið á undan en tölfræðin sýnir svart á hvítu rosalega breytingu á sóknarleik United-liðsins við komu Frakkans á Old Trafford.Fyrir komu Cantona 37 deildarleikir - 54 stig - 38 mörkEftir komu Cantona 37 deildarleikir - 88 stig - 77 mörk. Enski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá því Eric Cantona gekk óvænt til liðs við Manchester United frá þáverandi Englandsmeisturum Leeds. Líklega hafa engin félagaskipti haft jafn mikil áhrif á gengi eins liðs og í tilfelli Cantona og United, sem hafði þá ekki unnið tit Haustið 1992 höfðu stuðningsmenn Manchester United ekki fagnað Englandsmeistaratitlinum í 25 ár og útlit var fyrir að lengi yrði enn að bíða. Vorið á undan hafði liðið glutrað niður vænu forskoti á Leeds, sem fagnaði fyrir vikið óvæntum og kærkomnum meistaratitli. Markaskorun var helsta vandamál United, sem sat í áttunda sæti deildarinnar og var úr leik í báðum bikarkeppnunum þegar síminn hringdi á Old Trafford 25. nóvember 1992. Bill Fotherby, framkvæmdastjóri Leeds, var á línunni og vildi vita hvort Denis Irwin, bakvörður United, væri til sölu. Martin Edwards, stjórnarformaður United, ráðfærði sig við Alex Ferguson, stjóra liðsins, sem tók ekki í mál að selja írska varnarmanninn. Ferguson sat við hliðina á Edwards samkvæmt flestum útgáfum sögunnar. Skotinn ritaði nafn Cantona á blað og Edwards spurðist fyrir um stöðu Frakkans hjá Leeds. Sú fyrirspurn átti eftir að borga sig. Cantona hafði komið til Leeds tímabilið á undan og átt stóran þátt í frábæru gengi liðsins. Franski landsliðsmaðurinn, sem þekktur var fyrir ólæti og vandræðagang í takt við boltafimi sína, reyndist ekki í uppáhaldi hjá Howard Wilkinson, stjóra Leeds. Sólarhring eftir símtal Fotherby og Edwards var Cantona kynntur til leiks á Old Trafford. Í hönd fór sigursælasti kaflinn í sögu United, sem enn sér ekki fyrir endann á.Breytti hugsunarhætti leikmanna Á fimm tímabilum með Eric Cantona innanborðs unnu lærisveinar Alex Ferguson deildina fjórum sinnum og ensku bikarkeppnina í tvígang. Cantona gerði ekki aðeins knattspyrnuunnendur orðlausa með tilþrifum sínum heldur gerði hann samherja sína að betri leikmönnum. Þrátt fyrir titlaleysið hafði United haft mjög góða leikmenn innanborðs sem virtust ekki passa saman. Olían sem vantaði á vélina var Cantona. „Frammistaða hans í leikjum skipti ekki jafn miklu máli og hvernig hann opnaði augu mín fyrir mikilvægi þess að æfa vel," sagði Ferguson í ævisögu sinni. Að lokinni fyrstu æfingu hjá United bað Cantona Ferguson um tvo leikmenn, markvörð og boltapokann. Í hönd fór hálftíma viðbótaræfing þar sem Cantona skaut á markið eftir fyrirgjafir frá hægri og vinstri. Daginn eftir varð helmingur liðsins eftir og æfði aukalega. Hugsunarháttur leikmanna breyttist.Krakkarnir áttu föður Þegar Paul Ince, Mark Hughes og Andrei Kanchelskis yfirgáfu Old Trafford sumarið 1995 töldu margir að leiðin lægi niður á við hjá United. „Þú vinnur ekkert með krakka í liðinu," sagði sparkspekingurinn Alan Hansen um ungt lið United, sem steinlá 3-1 í fyrsta leik tímabilsins gegn Aston Villa. Í hönd fór eftirminnilegt kapphlaup United við Newcastle um meistaratitilinn. United vann upp tólf stiga forskot Newcastle og munaði miklu um fjóra 1-0 sigurleiki United á vormánuðum 1996. Cantona skoraði sigurmarkið í þeim öllum og einnig sigurmarkið í 1-0 sigri á Liverpool í úrslitum enska bikarsins. „Krakkarnir" hans Hansen áttu sér lærimeistara og ári síðar, þegar Cantona kvaddi Old Trafford eftir viðtöku fjórða Englandsmeistaratitilsins, voru krakkarnir orðnir að sigursælum mönnum.Tólf meistaratitlar og öðlun Tuttugu árum eftir komu Cantona á Old Trafford er Sir Alex Ferguson virtasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni og mögulega í öllum heiminum. Tólf Englandsmeistaratitlar á tuttugu árum gerðu United að sigursælasta liði í sögu enskrar knattspyrnu. Fram að komu Cantona var Ferguson valtur í sessi sökum titlaleysis. „Ef ég ætti að nefna einn leikmann í öllum heiminum sem var skapaður til þess að spila fyrir Manchester United þá væri það Cantona," sagði Ferguson um franska sóknarmanninn sem hann á mikið að þakka. „Hann mætti til leiks með brjóstkassann þaninn, lyfti höfði og horfði út í loftið líkt og hann spyrði: „Ég er Cantona. Hversu stór ert þú? Ert þú jafnoki minn?"Djörf ákvörðun Ýmsir töldu Ferguson gera mikil mistök með kaupunum á Cantona. Frakkinn þótti agalaus og gekk illa að festa sig í sessi hjá félagsliðum sínum. Hann virtist finna frið á Old Trafford þótt þar hafi hann einnig komið sér á forsíður dagblaðanna fyrir óviðunandi hegðun. Stendur keppnistímabilið 1994-1995 upp úr. Rauð spjöld í tveimur deildarleikjum í röð ásamt brottvísun í Evrópuleik gegn Galatasaray rifjuðu upp orðspor Cantona. Það var þó aðeins lognið á undan storminum. Í deildarleik gegn Crystal Palace í janúar 1995 réðst Cantona á stuðningsmann mótherjanna með kung fu-sparki. „Ég á margar góðar minningar en sú sem stendur upp úr er þegar ég sparkaði í fótboltabulluna," sagði Cantona eitt sinn spurður út í feril sinn. Cantona fór í átta mánaða keppnisbann og gegndi samfélagsþjónustu. Færa má rök fyrir því að fjarvera Frakkans hafi kostað United bæði Englandsmeistaratitilinn og enska bikarinn. Tímabilið var hið eina titillausa á meðan Cantona var í herbúðum Rauðu djöflanna. Hér fyrir neðan má sjá gengi Manchester United 37 leiki fyrir komu Cantona miðað við gengið í 37 leikjum eftir að Cantona fór að spila með liðinu. Flestir eru sammála um að bitleysi í sókninni hafi kostað liðið titilinn árið á undan en tölfræðin sýnir svart á hvítu rosalega breytingu á sóknarleik United-liðsins við komu Frakkans á Old Trafford.Fyrir komu Cantona 37 deildarleikir - 54 stig - 38 mörkEftir komu Cantona 37 deildarleikir - 88 stig - 77 mörk.
Enski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti