Enski boltinn

Djourou orðaður við Napoli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johan Djourou í leiknum gegn Íslandi á þriðjudag.
Johan Djourou í leiknum gegn Íslandi á þriðjudag. Mynd/Vilhelm
Svissneski landsliðsmaðurinn Johan Djourou hefur fá tækifæri fengið með Arsenal á tímabilinu og hefur hann verið orðaður við Napoli á Ítalíu.

Djourou var í landsliði Sviss sem vann 2-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöldið. Umboðsmaður hans sagði við ítalska fjölmiðla að sem stendur væri engar viðræður við Napoli í gangi.

„Það er svo sem allt mögulegt í fótbolta en það er ekkert í gangi eins og er. Hann gæti reynst Napoli vel en við verðum að sjá til í janúar hvort að Arsenal hafi áhuga á að selja hann eða lána."

„Johan hefur aðeins spilað tvo leiki í enska deildabikarnum í ár og vill spila meira. Hann er í góðu formi en stundum er þetta svona. Kannski verður hann orðinn fastamaður í Arsenal eftir tvær vikur."

Þess má geta að þrír landsliðsmenn Sviss eru nú á mála hjá Napoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×