Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 0-4 Benedikt Grétarsson á Nettó-vellinum skrifar 27. ágúst 2012 11:28 Mynd/Stefán Valsmenn gerðu sér lítið og unnu 4-0 stórsigur á Keflavík í leik liðanna suður með sjó í kvöld. Gestirnir höfðu töluverða yfirburði, ekki síst eftir að Keflvíkingar misstu Hilmar Geir Eiðsson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Valsmenn spiluðu þennan leik af festu og leikmenn liðsins voru gríðarlega hreyfanlegir og tilbúnir í verkefnið en Keflvíkingar voru einfaldlega daprir og hugmyndasnauðir. Fyrri hálfleikur var í þokkalegu jafnvægi framan af en Valsmenn þó sýnu ákveðnari. Þeir pressuðu Keflvíkinga grimmt og gáfu þeim engin færi að ná upp neinu spili. Kolbeinn Kárason var virkilega grimmur í framlínunni og það kom ekki á óvart þegar hann kom Valsmönnum yfir með potmarki eftir fjórtán mínútur. Heimamenn urðu fyrir öðru áfalli korteri seinna, þegar dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, mat tæklingu Hilmars Geirs Eiðssonar verðskulda rautt spjald. Valsmenn sóttu enn í sig veðrið og voru í raun klaufar að bæta ekki við mörkum fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og það verður að telja Keflvíkingum til hróss að gefast ekki upp manni færri og marki undir. Þrekið brast hins vegar undir lokin hjá heimamönnum og gestirnir sölluðu inn þremur mörkum undir lokin og fóru sprækir varamenn þeirra á kostum á þeim kafla.Indriði: Ég hefði sett þrennu ef leikurinn hefði verið örlítið lengri Indriði Þorláksson átti frábæra innkomu og skoraði tvö mörk. „Ég spilaði heilan leik með 2.flokki í gær og bjóst ekki við að fá að spila en fyrst að Kristján setti mig inn á, var ekkert annað í stöðunni en að standa sig. Ég hefði pottþétt sett þrennu ef leikurinn hefði verið tveim mínútum lengri.“ Indriði Áki, sem er aðeins 17 ára gamall hafði einungis komið við sögu í einum leik í mótin en hann kom inn á sem varmaður gegn Breiðabliki 8. ágúst á 89. mínútu. Hann er sonur Þorláks Árnasonar, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar og fyrrum þjálfara Vals.Guðmundur: Valsliðið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum Guðmundur Steinarsson var ekki sáttur eftir leik. „Það mætti annað liðið til að spila fótbolta en hitt til að meiða og fengu til þess fullt leyfi frá dómurunum. Þetta Valslið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum. Fótboltinn tapaði hér í kvöld.“Kristján: Rokk-taktur hjá okkur í Bítlabænum Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigurinn. „Ég er gríðarlega sáttur við mína menn og þeir leyfðu Keflvíkingum aldrei að spila sinn bolta. Við höfum verið í basli með að nýta okkur það að vera manni fleiri en gerðum það svo sannarlega með stæl í kvöld. Við vorum í rokk-takti hér í Bítlabænum,“ sagði Kristján.Kolbeinn: Fínt að fá samkeppni Kolbeinn Kárason átti skínandi leik og skoraði tvö mörk. „Við mættum tilbúnir og ég er algjörlega ósammála því að við höfum verið grófir. Það voru jú þeir sem missa mann af velli með rautt spjald eftir ruddatæklingu.“ Kolbeinn er ekki smeykur við að missa sæti sitt til hins unga Indriða. „Það er bara jákvætt að fá samkeppni um sæti í liðinu en hann spilaði virkilega vel strákurinn.“Zoran: Stoltur af frammistöðunni í 85 mínútur Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur var þrátt fyrir allt nokkuð ánægður með sína menn. „Við börðumst vel í 85 mínútur en það verður að viðurkennast að við litum illa út í fyrsta markinu.“ Zoran fékk rautt spjald fyrir mótmæli í síðari hálfleik. „Ég veit ekki hvað er í gangi hérna, ég spurði bara hvort að við mættum ekki mótmæla.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Valsmenn gerðu sér lítið og unnu 4-0 stórsigur á Keflavík í leik liðanna suður með sjó í kvöld. Gestirnir höfðu töluverða yfirburði, ekki síst eftir að Keflvíkingar misstu Hilmar Geir Eiðsson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Valsmenn spiluðu þennan leik af festu og leikmenn liðsins voru gríðarlega hreyfanlegir og tilbúnir í verkefnið en Keflvíkingar voru einfaldlega daprir og hugmyndasnauðir. Fyrri hálfleikur var í þokkalegu jafnvægi framan af en Valsmenn þó sýnu ákveðnari. Þeir pressuðu Keflvíkinga grimmt og gáfu þeim engin færi að ná upp neinu spili. Kolbeinn Kárason var virkilega grimmur í framlínunni og það kom ekki á óvart þegar hann kom Valsmönnum yfir með potmarki eftir fjórtán mínútur. Heimamenn urðu fyrir öðru áfalli korteri seinna, þegar dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín, mat tæklingu Hilmars Geirs Eiðssonar verðskulda rautt spjald. Valsmenn sóttu enn í sig veðrið og voru í raun klaufar að bæta ekki við mörkum fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu og það verður að telja Keflvíkingum til hróss að gefast ekki upp manni færri og marki undir. Þrekið brast hins vegar undir lokin hjá heimamönnum og gestirnir sölluðu inn þremur mörkum undir lokin og fóru sprækir varamenn þeirra á kostum á þeim kafla.Indriði: Ég hefði sett þrennu ef leikurinn hefði verið örlítið lengri Indriði Þorláksson átti frábæra innkomu og skoraði tvö mörk. „Ég spilaði heilan leik með 2.flokki í gær og bjóst ekki við að fá að spila en fyrst að Kristján setti mig inn á, var ekkert annað í stöðunni en að standa sig. Ég hefði pottþétt sett þrennu ef leikurinn hefði verið tveim mínútum lengri.“ Indriði Áki, sem er aðeins 17 ára gamall hafði einungis komið við sögu í einum leik í mótin en hann kom inn á sem varmaður gegn Breiðabliki 8. ágúst á 89. mínútu. Hann er sonur Þorláks Árnasonar, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar og fyrrum þjálfara Vals.Guðmundur: Valsliðið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum Guðmundur Steinarsson var ekki sáttur eftir leik. „Það mætti annað liðið til að spila fótbolta en hitt til að meiða og fengu til þess fullt leyfi frá dómurunum. Þetta Valslið er það lélegasta sem ég hef mætt á ferlinum. Fótboltinn tapaði hér í kvöld.“Kristján: Rokk-taktur hjá okkur í Bítlabænum Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigurinn. „Ég er gríðarlega sáttur við mína menn og þeir leyfðu Keflvíkingum aldrei að spila sinn bolta. Við höfum verið í basli með að nýta okkur það að vera manni fleiri en gerðum það svo sannarlega með stæl í kvöld. Við vorum í rokk-takti hér í Bítlabænum,“ sagði Kristján.Kolbeinn: Fínt að fá samkeppni Kolbeinn Kárason átti skínandi leik og skoraði tvö mörk. „Við mættum tilbúnir og ég er algjörlega ósammála því að við höfum verið grófir. Það voru jú þeir sem missa mann af velli með rautt spjald eftir ruddatæklingu.“ Kolbeinn er ekki smeykur við að missa sæti sitt til hins unga Indriða. „Það er bara jákvætt að fá samkeppni um sæti í liðinu en hann spilaði virkilega vel strákurinn.“Zoran: Stoltur af frammistöðunni í 85 mínútur Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur var þrátt fyrir allt nokkuð ánægður með sína menn. „Við börðumst vel í 85 mínútur en það verður að viðurkennast að við litum illa út í fyrsta markinu.“ Zoran fékk rautt spjald fyrir mótmæli í síðari hálfleik. „Ég veit ekki hvað er í gangi hérna, ég spurði bara hvort að við mættum ekki mótmæla.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira