"Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“ Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 13. desember 2012 19:08 Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum. Þrír karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í níu daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna gruns um rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni sem lögregla lokaði í fyrrakvöld. Ólöglegt er samkvæmt 183. og fjórðu grein hegningarlaga að gera sér fjárhættuspil að atvinnu og varðar slíkt fangelsi allt að einu ári. Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður eins mannanna segir skjólstæðing sinn bera við sakleysi í málinu og hefur gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. „Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil, alls konar spil, brids, póker, skák og svo mætti lengi áfram telja þar sem að félagsmenn í þessu félagi komu saman og spiluðu. Þessi lagaákvæði sem verið er að saka umbjóðanda minn um að hafa brotið eiga ekki við rök að styðjast og eiga ekki við í málinu," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. Hann segir lögreglu hafa rannsakað málið í marga mánuði. „Og það verður ekki séð að það séu neinir rannsóknarhagsmunir sem krefjast þess að umbjóðandi minn sé í gæsluvarðhaldi, en lögreglan hefur bókhaldsgögn, tölvur félagsins, myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum og það væri þá í fyrsta skipti sem meintir afbrotamenn eru að taka hin meintu afbrot upp á myndbönd og geyma þau fyrir lögreglu." Vilhjálmur segir að spilavítið sé fjármagnað með frjálsum framlögum þeirra sem þar spila. En miðað við auglýsingar sem finna má víða á netinu er málið ekki alveg svo einfalt. Hér kemur til dæmis fram að svokallað pottagjald sé innheimt af spilurum, en samkvæmt heimildum fréttastofu rennur slíkt gjald til spilavítisins, eða hússins eins og það er jafnan kallað. Í sumum tilfellum voru háar fjárhæðir lagðar undir og gat vinnings fé numið milljónum en lögregla lagði hald á hundruði þúsunda króna í spilavítinu á þriðjudagskvöldið. Þá var samkvæmt upplýsingum fréttastofu spilaður póker í spilavítinu flest kvöld vikunnar, auk annarra fjárhættuspila á borð við rúllettu. Vilhjálmur kannast ekki við að spilavítið hafi tekið neinn hagnað af fjárhættuspili sem þar átti sér stað og sé það lögreglunnar að sanna slíkt. Búist er við dómi Hæstaréttar um gæsluvarðhald yfir fjórmenningunum á morgun.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira