Virkjanaframkvæmdir gætu hafist fyrir áramót Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2012 19:06 Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli." Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Landsvirkjun stendur frammi fyrir því að hefja virkjanaframkvæmdir á Norðausturlandi þegar fyrir áramót, þrátt fyrir að nú stefni í að orkusamningar skýrist ekki endanlega fyrr en í vor. Tilboð í borun þriggja háhitahola í Bjarnarflagi voru opnuð í dag og bauð aðeins einn aðili í verkið. Landsvirkjun áformar smíði jarðvarmavirkjana bæði í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum til að mæta orkuþörf stóriðju við Húsavík, og í dag voru opnuð tilboð í borun á allt að þremur háhitaholum. Búist var við minnst tveimur tilboðum en þegar frestur rann út hafði aðeins borist einn pakki, frá Jarðborunum, auk umslags með kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 1.551 milljón króna. Tilboð Jarðborana var upp á 1.141 milljón króna, 73,5 prósent af áætlun. Landsvirkjunarmenn voru kátir með niðurstöðuna. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir þá mjög ánægða með að tilboðið sem barst skyldi vera undir kostnaðaráætlun. Jarðboranir spara Landsvirkjun 410 milljónir króna, miðað við kostnaðaráætlun, en forstjóri Jarðborana, Ágúst Torfi Hauksson, neitaði því í viðtali á Stöð 2 að þeir væru svekktir. "Nei. við erum ekki svekktir með þetta. Við erum mjög áfram um það að framkvæmdir fari af stað á Íslandi og viljum gjarnan vera þátttakendur í því og erum bara mjög ánægðir með að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem vonandi fer af stað á þessu svæði," sagði Ágúst Torfi. Þótt tilboð sé nú komið í boranir ríkir óvissa um það hvenær virkjanaframkæmdir hefjast af alvöru í Þingeyjarsýslum. Orkusamningur Landsvirkjunar við þýska félagið PCC, sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Bakka, er með fyrirvörum sem þarf ekki að aflétta fyrr en í maí. Óli Grétar segir að orkusamningurinn geri ráð fyrir afhendingu orkunnar í lok árs 2015. Framkvæmdatími virkjunar sé hins vegar í kringum 3 ár. Því þurfi að vinna í haginn og hugsanlega að taka ákvörðun um að ráðast þarna í virkjun í óvissu um að eftir eigi að fullnægja fyrirvörum. Óli Grétar segir að hugsanlega yrði að bjóða út vélbúnað í næsta eða þarnæsta mánuði. Forstjóri Jarðborana var spurður hvort nú væru að verða tímamót í verksögunni eftir hrun: "Gott er ef satt er. Þetta er nú ekki stórt útboð. Þetta eru 2-3 holur þannig að við skulum ekki tapa okkur í fagnaðarlátunum strax. En þetta er allavega spor í rétta átt og við hjá Jarðborunum fögnum því mjög að fá áhugaverð verkefni að glíma við á heimavelli."
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira