Enski boltinn

Tony Pulis skilur ekki hvernig David Luiz slapp við rautt spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry kemur í veg fyrir að Jonathan Walters rjúki í David Luiz
John Terry kemur í veg fyrir að Jonathan Walters rjúki í David Luiz Mynd/AP
Tony Pulis, stjóri Stoke, var allt annað en sáttur með tæklingu Chelsea-mannsins

David Luiz í lok leiks liðanna á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Luiz fékk bara gult spjald fyrir sem flestum fannst vel sloppið.

„Þetta er skelfileg tækling og maður býst við því að úrvalsdeildardómari geti tekið á þessu. Þetta var mjög, mjög slæm tækling," sagði Tony Pulis.

David Luiz reyndi þarna tveggja fóta tæklingu á Jonathan Walters á 90.mínútu leiksins og Walters sjálfur varð mjög reiður og ætlaði í Brasilíumanninn.

„Hann hefði auðveldlega geta fótbrotið hann ef hann hefði ekki forðað sér og þá hefði tímabilið verið búið hjá honum. Þetta var hryllileg tækling. Við verðum að beina sviðsljósinu að svona tæklingum til að dómararnir sjái hvaða leikmenn gera svona," sagði Tony Pulis.

Pulis hrósaði reyndar líka Michael Oliver dómara fyrir að falla ekki fyrir leikaraskap Chelsea-manna en Branislav Ivanovic og Oscar reyndu báðir að fiska víti án þess að það væri mikil snerting.

Það verður farið vel yfir þessi atriði hjá Guðmundi Benediktssyni í Sunnudagsmessunni á Stöð2 Sport 2 á eftir en hún hefst klukkan 17.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×