Stolt af litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2012 08:00 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Nordicphotos/Getty Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-landsliða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja," sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leikkerfi," sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram," sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrikalega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni," segir Margrét Lára. Ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestarMunar fimm árum á systrunum úr Eyjum Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. Mynd/gettyimages„Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á," sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handboltann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum," segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað," segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosalegt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lokins að komast á gott skrið," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira