Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld Arnar Björnsson skrifar 5. desember 2012 12:15 Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. Nordic Photos / Getty Images Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira