Tími ungu strákanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2012 06:45 einn eftir Babacarr Sarr, Jón Daði Böðvarsson og Tómas Leifsson hafa yfirgefið Selfoss. Viðar Örn (annar frá hægri) er líklega á förum.Fréttablaðið/Vilhelm Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum. „Þetta eru miklar breytingar á mannskapnum á milli ára og kannski meiri en ég átti von á," segir Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins. Gunnar, sem tók við liðinu í október, kveinkar sér þó ekki. „Mér líst bara að mörgu leyti ágætlega á þetta. Auðvitað er stór hluti af liðinu farinn. Það mátti svo sem reikna með því eftir að liðið fór niður," segir Gunnar, sem átti þó ekki von á öðru en að Jón Daði og Babacarr Sarr héldu á vit nýrra ævintýra. „Ég fagna því þegar menn í þessari stöðu taka næsta skref. Það var hagur allra enda hafði félagið eitthvað upp úr því," segir Gunnar, sem náð hefur frábærum árangri með landslið karla U17 ára undanfarin ár. Hann þekkir því vel að vinna með ungum leikmönnum. „Það eru ungir strákar fyrir austan sem voru bæði hjá mér í landsliðinu og úrtakshópum svo ég þekki vel til þeirra. Þeir eru framtíðarleikmenn, engin spurning. Það er mikilvægt að fá þá inn," segir Gunnar, sem hefur tröllatrú á Selfyssingunum ungu. „Á móti kemur að við setjum ekki alla ábyrgðina á þá þannig að við verðum að styrkja okkur og búa til gott og heilsteypt lið. Ungur strákarnir fá vissulega stærra hlutverk en þeir hafa haft hingað til." Ljóst er að Einar Ottó Antonsson og markvörðurinn Jóhann Sigurðsson verða með Selfyssingum eftir ársfrí auk þess sem samið hefur verið við hollenska varnarmanninn Bernard Brons. Stefán Ragnar Guðlaugsson er samningslaus og stefnir á atvinnumennsku en leikur annars með liði í efstu deild. Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson á ár eftir af samningi sínum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Selfyssingar í tvígang hafnað tilboðum Skagamanna í Viðar Örn. „Hann á eitt ár eftir af samningi og því ljóst að lið sem vill fá hann þarf að greiða fyrir hann. Ég geri mér vonir um að hann verði áfram en, ef ekki, fáist góður peningur fyrir hann."Þrettán farnir frá Selfossi Jón Daði Böðvarsson, Viking Babacarr Sarr, Start Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Tómas Leifsson, án liðs Dofri Snorrason, var í láni frá KR Egill Jónssonvar, í láni frá KR Hafþór Þrastarson, var í láni frá FH Ismet Duracak, erlendis Robert Sandnes, erlendis Ivar Skjerve, erlendis Endre Ove Brenne, erlendis Jon André Röyrane, erlendis Marko Hermo, erlendis Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum. „Þetta eru miklar breytingar á mannskapnum á milli ára og kannski meiri en ég átti von á," segir Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins. Gunnar, sem tók við liðinu í október, kveinkar sér þó ekki. „Mér líst bara að mörgu leyti ágætlega á þetta. Auðvitað er stór hluti af liðinu farinn. Það mátti svo sem reikna með því eftir að liðið fór niður," segir Gunnar, sem átti þó ekki von á öðru en að Jón Daði og Babacarr Sarr héldu á vit nýrra ævintýra. „Ég fagna því þegar menn í þessari stöðu taka næsta skref. Það var hagur allra enda hafði félagið eitthvað upp úr því," segir Gunnar, sem náð hefur frábærum árangri með landslið karla U17 ára undanfarin ár. Hann þekkir því vel að vinna með ungum leikmönnum. „Það eru ungir strákar fyrir austan sem voru bæði hjá mér í landsliðinu og úrtakshópum svo ég þekki vel til þeirra. Þeir eru framtíðarleikmenn, engin spurning. Það er mikilvægt að fá þá inn," segir Gunnar, sem hefur tröllatrú á Selfyssingunum ungu. „Á móti kemur að við setjum ekki alla ábyrgðina á þá þannig að við verðum að styrkja okkur og búa til gott og heilsteypt lið. Ungur strákarnir fá vissulega stærra hlutverk en þeir hafa haft hingað til." Ljóst er að Einar Ottó Antonsson og markvörðurinn Jóhann Sigurðsson verða með Selfyssingum eftir ársfrí auk þess sem samið hefur verið við hollenska varnarmanninn Bernard Brons. Stefán Ragnar Guðlaugsson er samningslaus og stefnir á atvinnumennsku en leikur annars með liði í efstu deild. Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson á ár eftir af samningi sínum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Selfyssingar í tvígang hafnað tilboðum Skagamanna í Viðar Örn. „Hann á eitt ár eftir af samningi og því ljóst að lið sem vill fá hann þarf að greiða fyrir hann. Ég geri mér vonir um að hann verði áfram en, ef ekki, fáist góður peningur fyrir hann."Þrettán farnir frá Selfossi Jón Daði Böðvarsson, Viking Babacarr Sarr, Start Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Tómas Leifsson, án liðs Dofri Snorrason, var í láni frá KR Egill Jónssonvar, í láni frá KR Hafþór Þrastarson, var í láni frá FH Ismet Duracak, erlendis Robert Sandnes, erlendis Ivar Skjerve, erlendis Endre Ove Brenne, erlendis Jon André Röyrane, erlendis Marko Hermo, erlendis
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira