Man. Utd mætir Real Madrid | Barcelona og AC Milan mætast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2012 10:10 Real Madrid hafði betur gegn Manchester United í Meistaradeildinni tímabilið 2002-2003. Nordicphotos/Getty Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Manchester United mætir Real Madrid í stórleik 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í dag. Fylgst var með drættinum hér á Vísi. Arsenal mætir Bayern München frá Þýskalandi en Bæjarar komust í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut gegn Chelsea. Barcelona mætir AC Milan en ítalska liðið má muna sinn fífil fegurri þótt liðið hafi gert vel að komast í útsláttarkeppnina.Þessi lið mætast (liðið á undan á fyrri leikinn á heimavelli): Real Madrid - Manchester United AC Milan - Barcelona Arsenal - Bayern München Porto - Malaga Shakhtar Donetsk - Borussia Dortmund Valencia - PSG Celtic - Juventus Galatasaray - Schalke Fyrri leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar en þeir síðari 19. og 20. febrúar. Ljóst er að Cristiano Ronaldo, liðsmaður Real Madrid, snýr aftur á gamla heimavöll sinn í Manchester. Ronaldo spilaði með Manchester United frá árinu 2003-2009 við afar góðan orðstír. Hann fylgdi í fótspor David Beckham, fyrrum leikmanns United, sem gekk til liðs við spænska risann árið 2003. Celtic frá Glasgow fékk erfitt verkefni þegar liðið dróst gegn Ítalíumeisturum Juventus. „Hvað glæsileika varðar er þetta stórkostlegur leikur. Hvað möguleika okkar varðar þá verður þetta afar erfitt. Þetta hefði verið erfitt alveg sama hver andstæðingurinn hefði verið. Við tökum þessu. Allt getur gerst í tveimur leikjum," sagði Neil Lennon stjóri Celtic. Fyrirkomulagið var þannig að liðunum sextán var raðað í tvo átta liða potta. Í þeim fyrri voru sigurliðin úr riðlunum átta en í hinum liðin í öðru sæti. Lið úr Potti 1 mæta liðum úr Potti 2. Þó geta lið frá sömu löndum ekki mæst og heldur ekki lið sem voru saman í riðli.Pottur 1 Paris Saint-Germain , Schalke 04, Málaga, Borussia Dortmund, Juventus, Bayern München, Barcelona, Manchester UnitedPottur 2 Porto, Arsenal, AC Milan, Real Madrid, Shakhtar Donetsk, Valencia, Celtic, Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira