Enski boltinn

Allen: Draumar mínir eru að rætast hjá Liverpool

Hinn 22 ára leikmaður Liverpool, Joe Allen, bíður afar spenntur eftir fyrsta leiknum gegn Man. Utd sem leikmaður Liverpool.

Allen segist hafa farið til Liverpool til þess að spila stórleiki og leikirnir verða nú ekkert mikið stærri en leikir Man. Utd og Liverpool.

"Að spila með Liverpool gegn Man. Utd á Anfield er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara til Liverpool. Þetta verður frábær leikur," sagði Allen.

"Lífið er ótrúlegt um þessar mundir. Það virðist allt vera að gerast í einu og þetta er búinn að vera mikill rússíbani fyrir mig. Það eru allir draumar mínir að rætast þessa dagana og vonandi heldur það áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×