Enski boltinn

Ferguson óánægður með Ferdinand

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lýsti yfir vonbrigðum sínum með að Rio Ferdinand hafi ekki tekið þátt í átaki ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttafordómum.

Leikmenn United klæddust allir bolum með áletruninni „Kick It Out" sem er slagorð herferðarinnar. Ferdinand gerði það hins vegar ekki eins og lesa má um hér fyrir neðan.

„Þetta eru vonbrigði. Ég sagði á blaðamannafundi í gær að allir myndu klæðast bolnum og þetta var því vandræðalegt fyrir mig," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla.

„En það verður tekið á þessu. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru."


Tengdar fréttir

Rio tók ekki þátt í átakinu

Rio Ferdinand var eini leikmaður Manchester United sem klæddist ekki sérstökum bol vegna átaks ensku úrvalsdeildarinnar gegn kynþáttaníði fyrir leik liðsins gegn Stoke í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×