Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - Fylkir 2-1 | Fögnuður í Fossvogi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 26. júní 2012 15:54 Mynd/Anton Víkingur, sem leikur í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og sló efstudeildarlið Fylkis út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri í Fossvoginum í kvöld. Sigurinn var verðskuldaður. Víkingar börðust eins og ljón og létu Fylki um að vera meira með boltann aftarlega á vellinum. Þegar Fylkir gerðu sig líklega í sóknarleiknum voru Víkingar þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. Það voru tveir 18 ára gamlir piltar sem skoruðu mörk Víkings. Agnar Darri Sverrisson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Aron Elís Þrándarson kom Víkingi í 2-0 á 63. mínútu. Fylkir minnkaði muninn þvert gegn gangi leiksins á 75. mínútu. Það var varamaðurinn Árni Freyr Guðnason sem gerði það með laglegu skoti eftir frábæran undirbúning Björgólfs Takefusa. Fylkir átti sláar skot seint í fyrri hálfleik og skot í stöng í seinn hálfleik en að öðru leyti ógnaði liðið lítið fram á við og má segja að leikskipulag Víkings hafi gengið fullkomlega upp. Víkingur mætti til leiks til að verjast og láta Fylki stjórna spilinu. Það fer Fylki ekki að stjórna spili og það nýttu heimamenn sér sem skoruðu tvö mörk í kjölfar fastra leikatriða. Víkingur hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Víkingur verður því í pottinum á morgun ásamt Þrótti Reykjavík og sex Pepsi-deildarfélögum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. Hjörtur: Kveikir vonandi í okkur„Ég er alveg í skýjunum með þennan sigur. Við höfum verið með ræpuna upp á bak í raunar í allt sumar. Þetta er kær komið og kveikir vonandi í okkur og gefur okkur smá spark í rassgatið fyrir deildina," sagði Hjörtur Júlíus Hjartarson framherji Víkings í leikslok sem lagði upp seinna mark Víkings þegar slök aukaspyrna hans fór undir varnarvegginn til Arons Elísar sem skoraðir. „Þetta var ömurleg aukaspyrna sem varð þessi fína sending og Aron kláraði þetta. Ég held ég taki ekki næstu aukaspyrnu. En við unnum fyrir þessu öllu saman. Aron er að hlaupa og er á tánum og þetta er ekki heppni eða óheppni. Þú vinnur fyrir þessu og hann var á réttum stað af því að hann var duglegur. „Við lágum til baka og tókum við þeim á miðjunni og leyfðum þeim að halda boltanum. Það var planið og þeir gerðu ekki neitt með boltann, sendu bara einhverjar 30 metra sendingar og við vorum ekki í neinum vandræðum. Þeir settu aðeins meiri pressu á okkur í seinni hálfleik en sköpuðu sér engin sérstök færi. Þeir voru meira með boltann sem var gefið. Mér fannst þetta sanngjarnt," sagði Hjörtur að lokum. Ásmundur: Vantaði baráttu„Við reyndum að búa okkur eins vel undir þennan leik og við gátum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við ætluðum að vera tilbúnir og leggja allt í þetta en engu að síður þá mætum við Víkingsliði sem var meira tilbúið í þetta, berjast meira en við og vinna flest návígi. Hlutirnir féllu því frekar með þeim. Þeir fengu tvö föst leikatriði sem þeir skora eftir en þetta fellur frekar með þeim sem leggja allt í þetta og það var Víkingur í kvöld," sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Það vantaði upp á baráttuna hjá mínum mönnum þrátt fyrir góðan hug og vilja og við ætluðum svo sannarlega að vera tilbúnir en þeir voru ofan á í því. „Við eigum skot í slá í fyrri hálfleik og stöngina í seinni hálfleik og eigum færi. Við náum ekki að opna þá mikið. Þeir verjast vel og við erum að reyna að halda boltanum og þurfum að stýra leiknum og það er oft erfitt að opna lið þegar þau falla svona niður þannig að eðlilega fáum við ekki mörg færi en við hefðum þurft að nýta þau sem við fengum til að jafna leikinn. „Það hefur hentað Fylki betur hingað til að láta andstæðinginn stjórna leiknum. Við stýrðum svo sem leiknum og héldum boltanum allt í lagi en við náðum ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi til að skora en þó við fengum færi til að setja hann en það dugði ekki til," sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Víkingur, sem leikur í 1. deild, gerði sér lítið fyrir og sló efstudeildarlið Fylkis út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu með 2-1 sigri í Fossvoginum í kvöld. Sigurinn var verðskuldaður. Víkingar börðust eins og ljón og létu Fylki um að vera meira með boltann aftarlega á vellinum. Þegar Fylkir gerðu sig líklega í sóknarleiknum voru Víkingar þéttir fyrir og gáfu fá færi á sér. Það voru tveir 18 ára gamlir piltar sem skoruðu mörk Víkings. Agnar Darri Sverrisson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Aron Elís Þrándarson kom Víkingi í 2-0 á 63. mínútu. Fylkir minnkaði muninn þvert gegn gangi leiksins á 75. mínútu. Það var varamaðurinn Árni Freyr Guðnason sem gerði það með laglegu skoti eftir frábæran undirbúning Björgólfs Takefusa. Fylkir átti sláar skot seint í fyrri hálfleik og skot í stöng í seinn hálfleik en að öðru leyti ógnaði liðið lítið fram á við og má segja að leikskipulag Víkings hafi gengið fullkomlega upp. Víkingur mætti til leiks til að verjast og láta Fylki stjórna spilinu. Það fer Fylki ekki að stjórna spili og það nýttu heimamenn sér sem skoruðu tvö mörk í kjölfar fastra leikatriða. Víkingur hefði hæglega getað skorað fleiri mörk í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Víkingur verður því í pottinum á morgun ásamt Þrótti Reykjavík og sex Pepsi-deildarfélögum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. Hjörtur: Kveikir vonandi í okkur„Ég er alveg í skýjunum með þennan sigur. Við höfum verið með ræpuna upp á bak í raunar í allt sumar. Þetta er kær komið og kveikir vonandi í okkur og gefur okkur smá spark í rassgatið fyrir deildina," sagði Hjörtur Júlíus Hjartarson framherji Víkings í leikslok sem lagði upp seinna mark Víkings þegar slök aukaspyrna hans fór undir varnarvegginn til Arons Elísar sem skoraðir. „Þetta var ömurleg aukaspyrna sem varð þessi fína sending og Aron kláraði þetta. Ég held ég taki ekki næstu aukaspyrnu. En við unnum fyrir þessu öllu saman. Aron er að hlaupa og er á tánum og þetta er ekki heppni eða óheppni. Þú vinnur fyrir þessu og hann var á réttum stað af því að hann var duglegur. „Við lágum til baka og tókum við þeim á miðjunni og leyfðum þeim að halda boltanum. Það var planið og þeir gerðu ekki neitt með boltann, sendu bara einhverjar 30 metra sendingar og við vorum ekki í neinum vandræðum. Þeir settu aðeins meiri pressu á okkur í seinni hálfleik en sköpuðu sér engin sérstök færi. Þeir voru meira með boltann sem var gefið. Mér fannst þetta sanngjarnt," sagði Hjörtur að lokum. Ásmundur: Vantaði baráttu„Við reyndum að búa okkur eins vel undir þennan leik og við gátum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við ætluðum að vera tilbúnir og leggja allt í þetta en engu að síður þá mætum við Víkingsliði sem var meira tilbúið í þetta, berjast meira en við og vinna flest návígi. Hlutirnir féllu því frekar með þeim. Þeir fengu tvö föst leikatriði sem þeir skora eftir en þetta fellur frekar með þeim sem leggja allt í þetta og það var Víkingur í kvöld," sagði Ásmundur Arnarson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Það vantaði upp á baráttuna hjá mínum mönnum þrátt fyrir góðan hug og vilja og við ætluðum svo sannarlega að vera tilbúnir en þeir voru ofan á í því. „Við eigum skot í slá í fyrri hálfleik og stöngina í seinni hálfleik og eigum færi. Við náum ekki að opna þá mikið. Þeir verjast vel og við erum að reyna að halda boltanum og þurfum að stýra leiknum og það er oft erfitt að opna lið þegar þau falla svona niður þannig að eðlilega fáum við ekki mörg færi en við hefðum þurft að nýta þau sem við fengum til að jafna leikinn. „Það hefur hentað Fylki betur hingað til að láta andstæðinginn stjórna leiknum. Við stýrðum svo sem leiknum og héldum boltanum allt í lagi en við náðum ekki að skapa okkur nógu hættuleg færi til að skora en þó við fengum færi til að setja hann en það dugði ekki til," sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira