Íslenski boltinn

Björgólfur fer ekki í Breiðablik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgólfur Takefusa mun ekki ganga til liðs við Breiðablik eins og sögusagnir voru um.

Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í morgun. Hann var sagður mögulega á leið til Blika í skiptum fyrir Ingvar Kale sem myndi að sama skapi fara til Víkings.

Ingvar hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag, Víking, eftir að Gunnleifur Gunnleifsson samdi við Breiðablik í haust.

Björgólfur á eitt ár eftir af samningi sínum við Víking en hann var í láni hjá Fylki síðastliðið sumar. Hann hefur hug á að spila í Pepsi-deildinni á næsta tímbili en vitað er af áhuga Fylkismanna að fá Björgólf aftur í Árbæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×