Erum sátt við sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson. skrifar 8. mars 2012 06:00 hólmfríður magnúsdóttir Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn