Erlent

Gengið frá dómssátt í máli Strauss-Kahn og hótelþernunnar

Gengið hefur verið frá dómssátt í máli Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hótelþernunnar sem sakaði hann um kynferðislega árás á sig á hóteli í New York.

Dómarinn í málinu ákvað jafnframt að upphæðin sem Strauss-Kahn greiðir þernunni sé trúnaðarmál. Óstaðfestar fregnir hafa komið fram um að upphæðin sé yfir 700 milljónir króna.

Málið kom upp í fyrra og það kostaði Strauss-Kahn starfið sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fleiri mál komu upp gegn honum og í lokin skildi eiginkonan við hann eftir rúmlega 20 ára hjónaband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×