Enski boltinn

Lukaku vill vera áfram hjá WBA

Lukaku í leik með Chelsea.
Lukaku í leik með Chelsea.
Belginn Romelu Lukaku er afar ánægður í herbúðum WBA og hann hefur nú óskað þess við félag sitt, Chelsea, að hann fái að klára tímabilið þar.

Chelsea má kalla Lukaku heim úr láni í janúar en leikmaðurinn vill ekki koma strax aftur á Stamford Bridge.

"Ég hef ekki rætt við Benitez en veit ég vil klára tímabilið hér og helst næsta tímabil líka," sagði þessi 19 ára leikmaður.

Hann fær mikið að spila og vill því eðlilega halda áfram hjá WBA.

Það eru aftur á móti framherjameiðsli hjá Chelsea og því er ekki útilokað að stórliðið kalli aftur á Belgann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×