Enski boltinn

Enn ein mistökin hjá Robert Green | Öll mörkin úr enska á Vísi

Robert Green
Robert Green Nordicphotos/Getty
Robert Green, markvörður Q.P.R., gerði sig sekan um slæm mistök þegar Lundúnarliðið tapaði á heimavelli gegn West Brom í gær. Öll mörk helgarinnar og tilþrif eru komin inn á sjónvarpsvef Vísis.

Javier Hernandez tryggði Manchester United 4-3 sigur á Newcastle með marki á lokamínútu leiksins. Þá skoraði Adam Johnson skrautlegt mark sem dugði til sigurs Sunderland gegn Englandsmeisturum Manchester City.

Liverpool steinlá gegn Stoke sem aldrei þessu vant skoraði þrjú mörk í einum leik. uan Mata hetja Chelsea enn eina ferðina í góðum útisigri á Norwich. Leikmaður helgarinnar var þó Gareth Bale sem skoraði þrennu í 4-0 útisigri Tottenham á Aston Villa.

Smellið hér til að fara á sjónvarpsvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×