Erlent

Morsi kallar út herinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Muhameð Morsi forseti Egyptalands hefur fyrirskipað her landsins að annast öryggimál og verja opinberar byggingar og stofnanir í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins.

Atkvæðagreiðsluna á að halda um næstu helgi en stjórnarandstæðingar vilja að hún sé blásin af. Morsi hefur hafnað því og segir það lögbrot að hætta við atkvæðagreiðsluna.

Búist er við miklum mótmælum og óróa í landinu dagana áður en gengið verður til atkvæða næstkomandi laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×