Erlent

Útvarpsmennirnir miður sín eftir sjálfsmorð hjúkrunarkonunnar

Mel Greig, annar þáttastjórnenda ástralska útvarpsþáttarins sem gerðu símaat í sjúkrahúsinu þar sem Kate Middleton dvaldi í síðustu viku, brast í grát í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð í gærkvöldi. Hjúkrunarkonan sem tók við símtalinu svipti sig lífi á föstudag.
Mel Greig, annar þáttastjórnenda ástralska útvarpsþáttarins sem gerðu símaat í sjúkrahúsinu þar sem Kate Middleton dvaldi í síðustu viku, brast í grát í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð í gærkvöldi. Hjúkrunarkonan sem tók við símtalinu svipti sig lífi á föstudag.
Mel Greig, annar þáttastjórnenda ástralska útvarpsþáttarins sem gerðu símaat í sjúkrahúsinu þar sem Kate Middleton dvaldi í síðustu viku, brast í grát í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð í gærkvöldi. Hjúkrunarkonan sem tók við símtalinu svipti sig lífi á föstudag.

Stjórnendur þáttarins voru í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð í gær, en það er í fyrsta skiptið sem þau koma fram opinberlega eftir harmleikinn. „Þetta er ekkert annað en hörmuleg þróun atburða sem enginn gat séð fyrir," sagði Michael Christian í viðtali við stöðina. „Ég er alveg miður mín," sagði Greig með tárin í augunum.

Í viðtalinu segjast þau vera eyðilögð og miður sín, og segja að hrekkurinn hafi gengið of langt. Spurð hvort þau muni eftir augnablikinu þegar þeim var sagt frá sjálfsvíginu. „Því miður man ég mjög vel eftir því, vegna þess að ég hef ekki hætt að hugsa um það. Ég man að fyrsta spurningin mín var: Átti hún börn? Ég er búinn að hugsa um þetta milljón sinnum. Mig langar að taka utan um börnin hennar og biðjast fyrirgefningar. Ég vona að þau séu í lagi, ég vona það innilega," sagði Greig. „Ég vona að þau fái þá ást, umhyggju og stuðning sem þau þurfa," bætti Christian við.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×