Erlent

Mandela fór í gallsteinaaðgerð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mandela er orðinn 94 ára gamall.
Mandela er orðinn 94 ára gamall. Mynd/ AFP.
Nelson Mandela, fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku, fór í gallsteinaaðgerð í morgun. Ríkisstjórnin í Suður-Afríku gaf út yfirlýsingu um þetta í morgun. Aðgerðin heppnaðist vel og Mandela er á batavegi. Mandela, sem er 94 ára gamall, var lagður inn á spítala á laugardaginn með sýkingu í lunga. Rannsóknir leiddu í ljós að hann var með gallsteina og læknar ákváðu að fjarlægja þá um leið og hann hefði jafnað sig á sýkingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×