Enski boltinn

Cahill: Hefði ekki dugað til að slá dóttur mína niður

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rafael Benitez virkar ekkert of sáttur við Cahill.
Rafael Benitez virkar ekkert of sáttur við Cahill. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY
Gary Cahill varnarmaður Chelsea var allt annað en ánægður með Emerson leikmann Corinthians eftir leik liðanna í úrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða í morgun. Cahill fékk rautt spjald fyrir að sparka til Emerson undir lok leiksins.

Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur staðfest að Cahill fái eins leiks bann vegna spjaldsins og mun hann því missa af leik Leeds og Chelsea í átta liða úrslitum deildarbikarsins á miðvikudaginn.

Cahill var allt annað en sáttur við viðbrögð Emerson.

„Ég tæklaði gaurinn, fæturnir okkar festust saman og í flækjunni skaut hann hendinni út og sló mig í framan,“ sagði Cahill.

„Ég brást við því á hátt sem ég hefði ekki átt að gera en við erum ólíkir leikmenn. Hann slær mig í andlitið og ég bregst ekki við með því að rúlla mér í grasinu haldandi um andlitið eins og ég hefði nefbrotnað eða farið úr kjálkalið.

„Ég snerti sköflunginn hans á hátt sem hefði líklega ekki fellt eins árs dóttur mína og samt veltir hann sér í fimm eða sex hringi.

„Þetta var líklega rautt spjald en viðbrögð gaursins voru fyrir neðan allar hellur miðað við höggið,“ sagði Cahill.

Alþjóða knattspyrnusambandið mun funda í næstu viku um það hvort frekari refsingar sé þörf en talið er að eins leiks bann muni heita gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×