Erlent

Adele valin tónlistarmaður ársins

BBI skrifar
Söngkonan Adele hefur verið valin tónlistarmaður ársins að mati Billboard-tímaritsins annað árið í röð, en Adele ku vera fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur þessa nafnbót tvö ár í röð. Platan hennar 21 var einnig valin sem plata ársins.

Adele hefur verið gífurlega fyrirferðarmikil í tónlistarbransanum á liðnu ári og hlaut meðal annars 6 Grammy verðlaun.

Maroon 5 var valin hljómsveit ársins og One Direction var valin nýliði ársins. Besta lag ársins var lagið Somebody that I used to know með Gotye.

Hér má sjá umfjöllun um listann á vefsíðu BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×