Erlent

Skólastarf hefst í Newtown á ný

Frá Newtown í gær.
Frá Newtown í gær. MYND/AFP

Skólastarf  í Newtown hefst á ný í dag, fjórum dögum eftir að fjöldamorðinginn Adam Lanza skaut 26 nemendur og starfsmenn skólans til bana í grunnskólanum Sandy Hook.



Rannsókn lögreglu á atburðum síðastliðins föstudags stendur þó enn yfir og því verður kennsla með óhefðbundnum hætti víðast hvar í Connecticut. Lögreglumenn og sálfræðingar verða í skólunum næstu daga og munu þeir ræða við nemendur um voðaverkin sem kostuðu 20 nemendur lífið.



Aðstandendur og aðrir íbúar í Newtown hafa heiðrað minningu fórnarlambanna með því að raða 26 jólatrjám við skólann.



Fjöldamorðið í Sandy Hook er eitt það allra versta í sögu Bandaríkjanna og hefur umræðan um hertari vopnalöggjöf í landinu náð nýjum hæðum í kjölfar þess.



Ódæðismaðurinn, hinn tvítugi Adam Lanza, var vopnaður þremur byssum, þar á meðal hálfsjálfvirkum riffli.



Alls eru 4.700 nemendur í Newtown og munu þeir snúa aftur í kennslustofurnar í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×