Erlent

Hátíðarkveðja NASA - Jólaleg hringþoka

MYND/NASA
Hringþokan NGC 5189 prýðir jólakveðju NASA í ár. Það var Hubble-geimsjónaukinn sem náði þessari ótrúlegu mynd.

Hringþoka er hinsta ástand stjörnu eins og sólarinnar okkar. Þar brennir hún sínum síðustu eldsneytisdropum djúpt í kjarna sínum og varpar um leið frá sér ytri lögum.

Þau hitna og glóa og mála um leið margslungna byggingu stjarnanna á himinhvelfingunni. Vísindamenn skilja þessa virkni ekki enn til hlítar.

Mynd Hubble af NGC 5189 er sú nákvæmasta sem birst hefur af þessu fyrirbæri.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um NGC 5189 sem og annan fróðleik á Stjörnufræðivefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×