Enski boltinn

Andy Carroll frá keppni í átta vikur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andy Carroll hefur ekki átt sjö dagana sæla frá vistaskiptunum frá Newcastle til Liverpool í janúar 2011.
Andy Carroll hefur ekki átt sjö dagana sæla frá vistaskiptunum frá Newcastle til Liverpool í janúar 2011. Nordicphotos/Getty
Sóknarmaðurinn Andy Carroll verður frá keppni næstu átta vikurnar eða svo. Framherjinn stæðilegi er meiddur á hné og missti af þeim sökum af viðureign West Ham og Chelsea í dag.

Carroll meiddist í 1-0 tapinu gegn Manchester United á miðvikudaginn.

„Meiðsli Andy Carroll eru nokkuð alvarleg. Við töldum að þau meiðslin yrðu ekki jafnmikil vandamál og raunin er orðin," sagði Sam Allardyce stjóri West Ham við breska fjölmiðla.

Carroll er í láni hjá West Ham frá Liverpool sem keypti kappann fyrir metfé frá Newcastle í janúar 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×