Enski boltinn

Bikarmeistarar Chelsea fengu Southampton í þriðju umferð

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bikarmeistararnir fá erfitt verkefni í þriðju umferð.
Bikarmeistararnir fá erfitt verkefni í þriðju umferð. MYND/Nordic Photos/Getty
Dregið var í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Úrvalsdeildarliðin koma inn í bikarinn  í þriðju umferð og fengu bikarmeistarar Chelsea erfiðan útileik gegn Southampton.

Nokkrar athyglisverðar viðureignir verða í þriðju umferðinni eins og jafnan. West Ham fær Manchester United í heimsókn og Swansea sem skellti Arsenal á útivelli í gær tekur á móti Arsenal.

Gylfi Sigurðsson félagar í Tottenham fengu heimaleik gegn Coventry, Charlton sem Eggert Gunnþór Jónsson leikur með fær Huddersfield í heimsókn og Brynjar Björn Gunnarsson og félagar í Reading sækja Crawley heim. Wolves með Björn Bergmann Sigurðarson innanborðs heimsækir Luton og Kári Árnason og samherjar í Rotherham fá Notts County í heimsókn takist Rotherham að sigra Aldershot í annarri umferðinni.

Af öðrum leikjum má nefna að Liverpool sækir Lincoln eða Mansfield heim, Manchester City fær Watford í heimsókn og Leeds fær heimaleik gegn Birmingham.

Leikið verður 5. og 6. janúar og eru leikirnir sem hér segir:

Crystal Palace - Stoke

Brighton - Newcastle

Tottenham - Coventry

Wigan - Bournemouth

Fulham - Blackpool

Aston Villa - Ipswich

Charlton - Huddersfield

Barrow eða Macclesfield - Cardiff

Barnsley - Burnley

Manchester City - Watford

Swansea - Arsenal

Leicester - Burton

Millwall - Preston

Cheltenham eða Hereford - Everton

Derby - Tranmere

Crawley - Reading

Aldershot eða Rotherham - Notts County

Middlesbrough - Harrogate eða Hastings

Accrington Stanley eða Oxford - Sheffield United

Southampton - Chelsea

QPR - West Brom

Peterborough - Norwich

Lincoln eða Mansfield - Liverpool

Bolton - Sunderland

Nottingham Forrest - Oldham

West Ham - Manchester United

Hull - Alfreton eða Leyton Orient

Blackburn - Bristol City

Leeds - Birmingham

Bury eða Southend - Bradford eða Brentford

Luton - Wolves

Sheffield Wednesday - MK Dons




Fleiri fréttir

Sjá meira


×