Enski boltinn

Benitez segir vanta karakter í leikmenn Chelsea

Hinn spænski bráðabirgðastjóri Chelsea, Rafa Benitez, er alls ekki sáttur við sína menn enda hefur hvorki gengið né rekið í fyrstu leikjum liðsins undir hans stjórn.

Fyrstu tveir leikirnir enduðu með markalausu jafntefli og svo tapaði Chelsea gegn West Ham um helgina.

Benitez er farinn að kvarta yfir því að það vanti karakter í leikmenn liðsins og hann bíður því eftir að fá þá Frank Lampard og John Terry til baka.

"Karakter og leiðtogahæfileikar eru nauðsynlegir fyrir öll lið. Ég er ekkert allt of spenntur fyrir að spila þeim strax en margir leikmenn geta spilað lítillega meiddir," sagði Benitez en hann ætlar líklega að tefla þeim fram þó svo þeir verði ekki alveg búnir að ná sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×