Enski boltinn

Bale ítrekar að hann vilji spila í öðru landi

Það er nánast beðið eftir því að Gareth Bale fari frá Spurs til Spánar en hann hefur mánuðum saman verið orðaður við bæði Barcelona og Real Madrid.

Leikmaðurinn sjálfur hefur fullan hug á því að reyna fyrir sér annars staðar og hefur nú ítrekað það.

"Það væri mjög gaman að prófa sig í annarri deild og fá að kynnast nýrri menningu. Ég hef alltaf sagt að ég óttast ekki að prófa mig í nýju landi. Ef að rétta tækifærið kemur á réttum tíma þá mun ég skoða það alvarlega," sagði Bale.

Leikmaðurinn dregur heldur ekki dul á að hann vill spila í Meistaradeildinni.

"Það vilja allir vera þar. Við vorum óheppnir að komast ekki þar inn núna en Evrópudeildin er það næstbesta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×