Íslenski boltinn

Tógómaðurinn Farid til liðs við Ólsara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólsarar og Skagamenn mætast í efstu deild sumarið 2013.
Ólsarar og Skagamenn mætast í efstu deild sumarið 2013. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Víkingur Ólafsvík, sem leikur í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð, hefur samið við miðjumanninn tvítuga, Farid Abdel Zato-Arouna.

Farid lék með HK í 1. deild sumarið 2011 og í 2. deild síðastliðið sumar, alls 24 leiki fyrir félagið. Farid kom upphaflega til landsins á vegum FH-inga.

Á heimasíðu Ólsara kemur fram að Farid sé staddur í heimalandi sínu Tógó um þessar mundir. Hann komi til landsins í janúar og hefur æfingar með liðinu í kjölfarið.

Farid er þriðji leikmaðurinn sem Víkingur Ólafsvík fær til liðs við fyrir átökin í efstu deild næsta sumar. Eyþór Helgi Birgisson er kominn frá ÍBV og Damir Muminovic frá Leikni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×