Erlent

Umfangsmikil aðgerð gegn glæpagengjum á Sjálandi

Nokkrir hafa verið handteknir og hald lagt á töluvert af vopnum í fjölmörgum húsleitum á Sjálandi í Danmörku í morgun.

Þrjár lögreglusveitir hafa tekið þátt í þessum aðgerðum, en það eru sérsveitirnar Task Force Pusherstreet og Task Force Inbrud ásamt leyniþjónustudeild ríkislögreglustjórans.

Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er stríð sem talið er í uppsiglingu milli glæpagengjanna Bandidos og La Raza en það síðarnefnda samanstendur af múslimum.

Með aðgerðunum eru danska lögreglan að koma því á framfæri með skýrum hætti að átök milli þessara gengja verði ekki þoluð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×