Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var svekktur með tap liðsins gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld. Þýskalandsmeistararnir lögðu kollega sína frá Englandi 1-0.
„Við vildum komast í Evrópudeildina en til þess að vinna leiki þarftu að skora," sagði Mancini í viðtali eftir leikinn. Með sigri hefði City náð 3. sæti og þar með þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar því Ajax tapaði gegn Real Madrid. Dortmund, sem hafði að engu að keppa, vann þó sanngjarnan sigur.
„Þetta hjálpar okkur augljóslega að vinna ensku úrvalsdeildina þar sem við spilum ekki í Evrópudeildinni. Við reyndum að komast þangað og lögðu upp með það fyrir leikinn," sagði Mancini.
Dortmund hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og Real Madrid var öruggt með annað sætið. Baráttan um þriðja sætið stóð á milli Ajax og City þar sem hollenska félagið hafði betur.
Mancini: Hjálpar okkur í ensku úrvalsdeildinni

Tengdar fréttir

Ajax í Evrópudeildina á kostnað City | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni
Manchester City tapaði 1-0 gegn Borussia Dortmund í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar. City hafnar því í neðst sæti D-riðils og kemst ekki í Evrópudeildina.