Ajax í Evrópudeildina á kostnað City | Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2012 19:30 Liðsmenn Dortmund fagna marki sínu í kvöld. Nordicphotos/Getty Manchester City tapaði 1-0 gegn Borussia Dortmund í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar. City hafnar því í neðst sæti D-riðils og kemst ekki í Evrópudeildina. Manchester City vann ekki leik í riðlakeppninni og skráði sig í sögubækurnar. Enskt félagslið hefur aldrei áður farið án sigurs í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. PSG tryggði sér efsta sæti A-riðils með 2-1 sigri á Porto í uppgjöri toppliðanna í París. Leik Dinamo Zagreb og Dynamo Kiev í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn tafðist um stundarfjórðung í fyrri hálfleik vegna snjókomu. Arsenal tapaði 2-1 gegn Olympiacos í Grikklandi. Fyrir vikið náði Schalke í efsta sæti B-riðils en liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Montpellier. Olympiacos fer í Evrópudeildina en Montepplier rekkur lestina í riðlinum. Í C-riðli vann Malaga góðan sigur á Anderlecht og tryggði sér efsta sætið í riðlinum. AC Milan hafnaði í öðru sæti þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Zenit frá Pétursborg. Zenit tryggði sér 3. sæti riðilsins með sigrinum og sæti í Evrópudeildinni. Manchester City beið lægri hlut 1-0 á útivelli gegn Borussia Dortmund sem hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Tapið þýddi að botnsæti riðilsins yrði hlutskipti City hver sem úrslitin í viðureign Real Madrid og Ajax yrðu. Real vann öruggan sigur á hollensku meisturunum. Ajax fer þó í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit kvöldsins og markaskorararA-riðill Dinamo Zagreb 1-1 Dynamo Kiev 0-1 Andriy Yarmolenko (45.), 1-1 Krstanovic, víti (90.) PSG 2-1 Porto 1-0 Thiago Silva (29.), 1-1 Jackson Martínez (33.), 2-1 Ezequiel Lavezzi (61.) Lokastaðan í A-riðli: PSG 15, Porto 13, Kiev 5, Zagreb 1.B-riðill Olympiacos 2-1 Arsenal 0-1 xTomas Rosicky (38.), 1-1 Giannis Maniatis (64.), 2-1 Kostas Mitroglou (73.) Montpellier 1-1 schalke 0-1 Benedikt Höwedes (56.), 1-1 Emmanuel Herrera (59.) Lokastaðan í B-riðli: Schalke 12, Arsenal 10, Olympiacos 9, Montpellier 1.C-riðill AC Milan 0-1 Zenit st. Petersburg 0-1 Danny (35.) Malaga 2-2 Anderlecht 1-0 Duda (45.), 1-1 Milan Jovanovic (50.), 2-1 Duda (61.), 2-2 Dieudonné Mbokani (89.) Lokastaðan í C-riðli: Malaga 12, AC Milan 8, Zenit 7, Anderlecht 5.D-riðill Real madrid 3-1 Ajax 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 José Callejón (28.), 3-0 Kaka (49.), 3-1 Derk Boerrigter (60.), 4-1 José Callejón (88.). Dortmund 1-0 Man. City 1-0 Julian Schieber (57.) Lokastaðan í D-riðli: Dortmund 14, Real Madrid 11, Ajax 4, Man. City 3. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dinamo-liðanna framhaldið | Leikur stöðvaður vegna snjókomu Stanislav Todorov, dómari frá Búlgaríu, stöðvaði leik Dinamo Zagreb og Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu vegna snjókomu. Eftir að línur vallarins höfðu verið málaðar í rauðum lit var leik framhaldið. 4. desember 2012 20:06 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Manchester City tapaði 1-0 gegn Borussia Dortmund í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar. City hafnar því í neðst sæti D-riðils og kemst ekki í Evrópudeildina. Manchester City vann ekki leik í riðlakeppninni og skráði sig í sögubækurnar. Enskt félagslið hefur aldrei áður farið án sigurs í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar. PSG tryggði sér efsta sæti A-riðils með 2-1 sigri á Porto í uppgjöri toppliðanna í París. Leik Dinamo Zagreb og Dynamo Kiev í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn tafðist um stundarfjórðung í fyrri hálfleik vegna snjókomu. Arsenal tapaði 2-1 gegn Olympiacos í Grikklandi. Fyrir vikið náði Schalke í efsta sæti B-riðils en liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Montpellier. Olympiacos fer í Evrópudeildina en Montepplier rekkur lestina í riðlinum. Í C-riðli vann Malaga góðan sigur á Anderlecht og tryggði sér efsta sætið í riðlinum. AC Milan hafnaði í öðru sæti þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Zenit frá Pétursborg. Zenit tryggði sér 3. sæti riðilsins með sigrinum og sæti í Evrópudeildinni. Manchester City beið lægri hlut 1-0 á útivelli gegn Borussia Dortmund sem hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Tapið þýddi að botnsæti riðilsins yrði hlutskipti City hver sem úrslitin í viðureign Real Madrid og Ajax yrðu. Real vann öruggan sigur á hollensku meisturunum. Ajax fer þó í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit kvöldsins og markaskorararA-riðill Dinamo Zagreb 1-1 Dynamo Kiev 0-1 Andriy Yarmolenko (45.), 1-1 Krstanovic, víti (90.) PSG 2-1 Porto 1-0 Thiago Silva (29.), 1-1 Jackson Martínez (33.), 2-1 Ezequiel Lavezzi (61.) Lokastaðan í A-riðli: PSG 15, Porto 13, Kiev 5, Zagreb 1.B-riðill Olympiacos 2-1 Arsenal 0-1 xTomas Rosicky (38.), 1-1 Giannis Maniatis (64.), 2-1 Kostas Mitroglou (73.) Montpellier 1-1 schalke 0-1 Benedikt Höwedes (56.), 1-1 Emmanuel Herrera (59.) Lokastaðan í B-riðli: Schalke 12, Arsenal 10, Olympiacos 9, Montpellier 1.C-riðill AC Milan 0-1 Zenit st. Petersburg 0-1 Danny (35.) Malaga 2-2 Anderlecht 1-0 Duda (45.), 1-1 Milan Jovanovic (50.), 2-1 Duda (61.), 2-2 Dieudonné Mbokani (89.) Lokastaðan í C-riðli: Malaga 12, AC Milan 8, Zenit 7, Anderlecht 5.D-riðill Real madrid 3-1 Ajax 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 José Callejón (28.), 3-0 Kaka (49.), 3-1 Derk Boerrigter (60.), 4-1 José Callejón (88.). Dortmund 1-0 Man. City 1-0 Julian Schieber (57.) Lokastaðan í D-riðli: Dortmund 14, Real Madrid 11, Ajax 4, Man. City 3.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leik Dinamo-liðanna framhaldið | Leikur stöðvaður vegna snjókomu Stanislav Todorov, dómari frá Búlgaríu, stöðvaði leik Dinamo Zagreb og Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu vegna snjókomu. Eftir að línur vallarins höfðu verið málaðar í rauðum lit var leik framhaldið. 4. desember 2012 20:06 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Leik Dinamo-liðanna framhaldið | Leikur stöðvaður vegna snjókomu Stanislav Todorov, dómari frá Búlgaríu, stöðvaði leik Dinamo Zagreb og Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu vegna snjókomu. Eftir að línur vallarins höfðu verið málaðar í rauðum lit var leik framhaldið. 4. desember 2012 20:06