Enski boltinn

Beckham fer líklegast til PSG í Frakklandi

Breskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að David Beckham muni semja við franska liðið PSG á allra næstu vikum.
Breskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að David Beckham muni semja við franska liðið PSG á allra næstu vikum. Nordic Photos / Getty Images
Breskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að David Beckham muni semja við franska liðið PSG á allra næstu vikum. Hinn 37 ára gamli enski knattspyrnumaður lék sinn síðasta leik með LA Galaxy um s.l. helgi þegar liðið varð bandarískur meistari en Beckham hafði verið í herbúðum liðsins í rúm fimm ár.

Samkvæmt fréttum sem birtust í Metro og ESPN hefur Beckham ákveðið að gera skammtímasamning við PSG. Ensku úrvalsdeildarliðin Tottenham og QPR hafa sýnt Beckham áhuga og einnig franska liðið Mónakó. Lið í Japan og Ástralíu hafa einnig verið nefnd í þessu samhengi.

Zlatan Ibrahimovic, framherji PSG, segir að það væri best fyrir Beckham að semja við PSG ef hann ætlar sér að safna fleiri titlum í safnið. Carlo Ancelotti, er þjálfari PSG, en hann þekkir vel til Beckham sem lék undir hans stjórn hjá AC Milan á Ítalíu þar sem að Beckham var í láni um tíma frá LA Galaxy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×